22.05.2007 13:17

Hæ hæ

Jæja þá er guttinn orðinn þriggja mánaða. Fórum með hann í þriggja mánaða skoðun + sprautu í síðustu viku og það gekk bara rosa vel. Alexander er orðinn 5,5 kg og 61 cm!!! Hjúkkan var ekkert smá ánægð með hann, svo var læknir sem skoðaði það og ég get sagt ykkur að honum fannst það sko ekki leiðinlegt, er voða ánægður þegar hann fær svona mikla athygli. En annars gengur lífið hjá okkur bara rosa vel. Kári er að vinna svoldið mikið þessa dagana en það er allt í góðu, hann er svo duglegur þessi elska. Við Alexander njótum þess bara að vera heima og dunda okkur, kíkja í búðir og út að labba (er samt alls ekki nógu dugleg við það en það má alltaf bæta úr því) Á mánudaginn fórum við á mömmumorgunn í safnaðarheimilinu hérna, það var rosa gaman. Þar hittast mömmur með börnin sín og spjalla og leika, mjög sniðugt. Alexander Óli verður rosa spenntur þegar hann ser svona mikið af krökkum en það tók líka svoldið á að vera að skoða svona mikið svo litli kúturinn bara steinsofnaði í öllum látunum. En jæja litla átvaglið er farið að kalla svo það er best að hætta núna.....endilega skoðið myndirnar og verið dugleg að kvitta

Eldra efni

Um mig

Faðir:

Kári Emilsson

Móðir:

Ásdís Jóna Marteinsdóttir

Um:

Ég heiti Alexander Óli Kárason og ég fæddist 16.febrúar 2007. Ég var 13 merkur og 49 cm. Ég kom svoldið fyrr en ég átti að gera en það var sko í góðu lagi því það voru allir orðnir svo spenntir að fá mig. Ég á eina stóra systir sem heitir Lísa Katrín, hún er alveg æðisleg. Pabbi minn heitir Kári Emilsson og er úr Mosó, Mamma heitir Ásdís Jóna og er úr Árbænum.

Alexander verður 4 ára

atburður liðinn í

14 ár

4 mánuði

13 daga

Tenglar

Flettingar í dag: 322
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 21
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 58732
Samtals gestir: 11972
Tölur uppfærðar: 1.7.2025 09:27:25